Hafnar því alfarið að hafa tengsl við aflandsfélag

18.05.2020 - 21:59
Mynd með færslu
 Mynd: Kastljós - RÚV
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hafnar því alfarið að hafa nokkur tengsl við aflandsfélagið About fish á Tortola. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld.

Guðmundur Kristjánsson í Brimi krafðist árið 2018 rannsóknar á því hvort Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, sem hann var þá hluthafi í, eða aðrir hluthafar ættu aflandsfélag sem bar nafnið About fish limited og er skráð á Tortóla.

Grundsemdirnar vöknuðu vegna þess að 4 sölufélög Vinnslustöðvarinnar á erlendri grundu hétu þessu sama nafni About fish og starfa á markaðssvæðum fyrirtækisins. Tortólafélagið kom hinsvegar hvergi fram í bókum Vinnslustöðvarinnar.

Sigurgeir Brynjar segir að hann hafi komist á snoðir um að Tortolafélagið væri í umsjá Hvít-rússneska auðjöfursins Alexanders Moshenskys og væri móðurfélag fyrirtækisins Gordon Trade and Management sem keypti af Vinnslustöðinni fisk.  Sigurgeir hefði farið þess á leit við Moshensky að hann breytti nafninu en hann hafi ekki orðið við þeirri ósk. 

Sjá má viðtalið í heild sinni hér.

Mariash's picture
María Sigrún Hilmarsdóttir
Fréttastofa RÚV
einar's picture
Einar Þorsteinsson
Fréttastofa RÚV