Gramsað í Tinder fortíðar: „Fríðleiki ekki aðalatriði“

Mynd: RÚV / RÚV

Gramsað í Tinder fortíðar: „Fríðleiki ekki aðalatriði“

18.05.2020 - 12:04

Höfundar

Einmana menn sem óska eftir kynnum við gjafvaxta konur og lofa happdrættisvinningum. Þórdís Gísladóttir rithöfundur hefur rekist á sitthvað forvitnilegt í smáauglýsingum gamalla dagblaða.

Þórdís Gísladóttir hefur í gegnum tíðina verið iðin við að deila fyndnum og forvitnilegum blaðaúrklippum á samfélagsmiðlum. „Þetta er eitthvað áhugamál, að lesa gömul dagblöð, og svo er ég stundum að skrifa eitthvað sem gerist í gamla daga og núna er ég að garfa í því sem var í gangi fyrir löngu síðan og þá rekst ég á ýmislegt.“

Hún deildi nokkrum gömlum smáauglýsingum, þar sem misbjartsýnir menn óskuðu eftir kynnum við konur, með áhorfendum Vikunnar með Gísla Marteini.

„Leikhúsið: Ef daman með ljósa kjóllífið vill hafa nánari kynni af sessunaut sínum á sunnudaginn geri hún svo vel að skilja bréf eftir á afgr. merk: >>Einmana 22<<.“

Smelltu á spilarann til að sjá meira.

Tengdar fréttir

Tónlist

Selma djammaði líkt og það væri 1999 í Vikunni

Menningarefni

„Listin getur aldrei orðið lýðheilsustofnun“

Sjónvarp

Skrautlegustu augnablikin úr kófinu

Þórólfur spilaði og söng: „Mega allir kalla mig Tóta“