Forsetaframbjóðendur skiluðu listum í þremur kjördæmum

18.05.2020 - 18:01
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Yfirkjörstjórnir í þremur kjördæmum tóku í dag við meðmælendalistum þeirra sem boðað hafa forsetaframboð. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, og Guðmundur Franklín Jónsson skiluðu inn meðmælendalistum í öllum kjördæmunum þremur; báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðurkjördæmi. Þeir höfðu áður skilað inn meðmælendalistum í suðvesturkjördæmi.

Axel Pétur Axelsson hafði auk þess samband við kjörstjórnir og vísaði á meðmælendalista sína á netinu.

Næstu skref yfirkjörstjórna er að fara yfir listana og gefa út vottorð sem skila þarf inn ásamt framboði áður en framboðsfrestur rennur út næsta laugardag.
 

Heiðar Örn Sigurfinnsson
Fréttastofa RÚV