Breytti sturtuhengi til að faðma ömmu sína

18.05.2020 - 19:40
Mynd: Skjáskot/Miriam og Antony Cauvi / Skjáskot/Miriam og Antony Cauvi
Eftir margra vikna samkomubann eru þau mörg sem sakna þess að knúsa ástvini sína. Hinn breski Andy Cauvin dó þó ekki ráðalaus þegar hann leitaði lausna til að geta gefið ömmu sinni almennilegt faðmlag.

Hann útbjó séstakt plasttjald með ermum sem gerði honum kleift að faðma ömmu sína Lily almennilega á tímum kórónuveirunnar. Amman tók uppfinningunni og faðmlaginu fagnandi og fleiri barnabörn hennar fylgdu í kjölfarið.

Cauvin notaði sturtuhengi og sérútbúnar plastermar, sem hægt er að skipta út eftir hverja notkun, í útbúnaðinn. Hugmynd sem handlagin geta nýtt sér ef þau vilja. 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV