Tímabært að opna landamærin, segir Áslaug Arna

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Dómsmálaráðherra segir aðferðina við opnun landamærana 15. júní vera varfærna. Hún sé tímabær því koma þurfi atvinnulífinu aftur í gang enda hafi langtímaatvinnuleysi til dæmis neikvæð andleg og heilsufarsleg áhrif á þá sem fyrir því verði. 

„Áskorunin sem við stöndum frammi fyrir felur það í sér að reyna að verja þann árangur sem við höfum náð í sóttvörnum hér sem og auðvitað að reyna að koma efnahagslífinu aftur í gang. Og já ég held að það sé tímabært að fara að horfa til þess af því það má heldur ekki gleyma þeim skaða sem t.d. langtímaatvinnuleysi hefur á einstaklinga, bæði heilsufarsleg og félagsleg vandamál,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í Silfrinu fyrir hádegi.

Þurfum að endurmeta vikulega

Hún segir skipulagið við opnun landamærana vera varfærna. Hún segir að hvernig sem þetta verði gert sé líklegt að veiran komi upp aftur. 

„Við þurfum einhvern veginn að koma okkur upp þannig stöðu í þjóðfélaginu sem við erum ánægð með að lifa við en samt sem áður verður veiran einhver hluti af samfélaginu okkar í einhvern tíma lengur. Það er skimun og sóttkví og við munum halda því áfram. Þannig að þeir ferðamenn sem hingað að þeir verða komnir með smitrakningaappið og öll skilaboð frá stjórnvöldum hvernig best sé að hafa samband við heilbrigðiskerfið o.s.frv. Og þannig held ég að við gætum náð miklum árangri. En svo verðum við auðvitað að meta þessa aðgerð viku eftir viku.“

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi