Hóta fangelsi noti fólk ekki andlitsgrímu

17.05.2020 - 18:44
epa08428470 Returning Jordanians from abroad arrive, at the Queen Alia International Airport, Amman, Jordan, 17 May 2020. Jordan has resumed on 16 May special flight bringing back Jordanians who were abroad as regular international flights remain stopped since the beginning of March because of the Covid 19-Coronavirus worldwide pandemic. The returnees are driven to strict quarantine quarters for a period of fourteen days followed by a home quarantine.  EPA-EFE/ANDRE PAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögreglan í Katar hóf í dag að framfylgja lögum sem kveða á um háar sektir eða allt að þriggja ára fangelsi noti fólk ekki andlitsgrímu utandyra. Lögin voru sett til að draga úr hættu á kórónuveirusmiti, þótt umdeildt sé hversu mikið gagn andlitsgrímurnar gera.

Frá og með deginum í dag er Katar því með þyngstu refsingar í heimi við því að nota ekki andlitsgrímur. Fólk í Tjsad getur átt yfir höfði sér fimmtán daga fangelsi fyrir að nota ekki andlitsgrímu og í Marokkó er hægt að fangelsa fólk í allt að þrjá mánuði fyrir slík brot. 

32 þúsund manns hafa greinst með COVID-19 veikina í Katar og af þeim hafa fimmtán látist. Íbúar landsins eru 2,75 milljónir og er smittíðnin með því hæsta í heimi.

Lögreglu menn fylgdust með því í dag hvort að fólk væri með andlitsgrímu eða ekki. Bílstjórar sem eru einir í farartæki sínu mega vera án grímu en lögregla setti upp eftirlitsstöðvar til að athuga hvort reglunni væri fylgt þar sem fleiri en einn voru í bíl.