Fyrsta andlátið í Nepal vegna COVID-19

17.05.2020 - 02:10
epa08421861 A health worker collects a swab sample for a polymerase chain reaction (PCR) test amid the ongoing coronavirus COVID-19 pandemic at Kalimati vegetable market in Kathmandu, Nepal, 14 May 2020. Nepal has been under a nationwide lockdown since 24 March 2020 in an effort to combat the spread of the pandemic COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/NARENDRA SHRESTHA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fyrsta andlátið í Nepal af völdum COVID-19 varð í dag. Það var 29 ára kona sem hafði nýlega eignast barn.

Konan bjó í héraðinu Sindhupalchowk sem er tæplega hundrað kílómetra frá höfuðborginni Katmandú. Hún eignaðist þar barn fyrir um tíu dögum, sjötta maí, og fór aftur heim til heimahéraðsins daginn eftir. Hún var á leið á sjúkrahús til meðferðar við veikinni þegar hún lést. 

Þar hlaut hún heilbrigðisaðstoð vegna einkenna COVID-19 en var fljótlega beint á annað sjúkrahús. 

Í Nepal búa 28 milljónir, en einungis hundrað þúsund hafa verið prófaðir fyrir kórónuveirunni. Vegna þess telur Lhamo Sherpa faraldsfræðingur þar, að fleiri hafi látist af COVID-19 þótt ekki sé vitað af því. Hún segir þörf á fleiri prófum, öflugri smitrakningu og gagnsæi. 

Fyrsta kórónuveirusmitið í Asíu utan Kína greindist í Nepal í janúar. Þar hafa nú 281 greinst með veiruna en útgöngubann hefur verið þar í gildi síðan 24. mars.