Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Demókratar rannsaka brottrekstur Trump á embættismanni

17.05.2020 - 00:48
epa08425074 (FILE) - US State Department inspector general Steve Linick (C) departs a meeting which he requested to brief Congress, on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 02 October 2019 (reissued 16 May 2020). According to media reports, US President Donald Trump on 15 May sent a letter to House Speaker Nancy Pelosi, expressing his intention to oust Steve Linick.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Demókrataflokkurinn í Bandaríkjunum rannsakar nú uppsögn Donald Trumps Bandaríkjaforseta á hátt settum embættismanni. Þeir telja brottreksturinn hafa verið af pólitískum ástæðum, þar sem embættismaðurinn, eftirlitsmaðurinn Steve Linick í utanríkisráðuneytinu, hafði verið að rannsaka Mike Pompeo, utanríkisráðherra.

Flokkurinn tilkynnti þetta í gær eftir að Trump tilkynnti Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að hann ætlaði sér að reka Linick. 

Þetta er í þriðja sinn síðan í apríl sem Trump rekur hátt settan embættismann sem sinnir eftirliti með misferli innan ríkisstjórnarinnar. 

Öldungardeildarþingmennirnir Eliot Engel og Bob Menendez sögðu í yfirlýsingu að brottreksturinn sé greinilega til þess gerður að vernda Pompeo fyrir rannsókninni. En hún á að hafa snúist um það að Pompeo hafi fengið embættismenn innan ráðuneytisins til að sinna persónulegum erindum fyrir sig og konu sína. 

Segja að Pompeo hafi hvatt til brottrekstursins

Fréttastofa CNN hefur eftir heimildarmanni sínum að Pompeo sjálfur hafi hvatt til brottrekstursins og valið eftirmann Linick. Sá er Steven Akard, fyrrum aðstoðarmaður Mike Pence varaforseta. 

Samkvæmt lögum fær Bandaríkjaþing þrjátíu daga fyrirvara áður en brottrekstur Linicks tekur gildi. Sem gefur þinginu tíma til að rannsaka hvað liggur þar að baki og mótmæla ef þörf krefur.