Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Byggja neyðarsjúkrahús í Perú

17.05.2020 - 02:51
epa08422080 Inhabitants sit outside their houses in Cantagallo, central Lima, Peru, 13 May 2020 (issued 14 May 2020). 'Nobody enters, nobody leaves' is the slogan heard in Cantagallo, the urban indigenous community in the center of Lima, turned into a sudden sanitary ghetto that closed in and further isolated the Shipibo who live there from the rest of the city after they 72% of them test positive for coronavirus.With some 250 families of the Amazonian ethnic group Shipibo-Konibo in poverty who survive overcrowded and without basic services on the banks of the polluted Rimac River, Cantagallo has become the point of greatest concentration of COVID -19 in Peru.  EPA-EFE/Sergi Rugrand
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Neyðarsjúkrahús á að rísa í Amazon-regnskógunum í Perú til þess að bregðast við útbreiðslu COVID-19 á meðal frumbyggjaþjóða þar.

Sjúkrahúsið á að rísa við borgina Pucallpa í héraðinu Ucayali sem er við landamæri Perú og Brasilíu. Það á að rúma hundrað sjúklinga og verður komið í gagnið eftir þrjár vikur. Sjúkrahúsið mun einungis sinna COVID-19 sjúklingum. 

Mikil útbreiðsla í héraðinu Loreto

Faraldurinn hefur þegar náð mikilli útbreiðslu í Amazon-skógunum. Sjúkrahús eru yfirfull og líkhús rúma ekki alla þá sem látist hafa í borginni Iquitos, í héraðinu Loreto norðarlega í landinu . 

AFP fréttastofan hefur eftir Federico Tong Huarto, talsmanni tryggingastofnunar ríkisins í Perú, að unnið hefur verið hörðum höndum að því að bæta þjónustu og auka við sjúkrarými á Amazon-svæðinu. 

Byggja brú í lofti og landi

Vegir eru vart til staðar í Perúska frumskóginum og ár eru þar helsti ferðamáti. Gustavo Zeballos, forsætisráðherra Perú, segir að brú verði mynduð í lofti og á landi til að flytja þangað súrefnisbirgðir og annan nauðsynlegan búnað. Flogið verði þangað frá höfuðborginni Líma í auknum mæli til að koma hjálparbúnaði til skila. 

Þá verður sett af stað súrefnisverksmiðja í Iquitos. Hún mun sjá sjúkrahúsi þar fyrir súrefnisbyrgðum. Sjúklingar hafa látið þar lífið vegna súrefnisskorts. 

Loreto, sem er við landamæri Brasilíu, Kólumbíu og Ekvador, er stærsta og jafnframt dreifbýlasta hérað Perú. Það hefur orðið verst úti í faraldrinum í landinu og meira en 2.200 greinst smitaðir og 95 látið lífið. 41 þúsund hafa greinst í landinu öllu og 421 látist