Vitlausi Gráni reynist vera Þokki

Mynd: Pixabay / Pixabay

Vitlausi Gráni reynist vera Þokki

16.05.2020 - 14:00

Höfundar

Hestar, líkt og mannfólkið, eru alls konar. Sumir dyntóttir, aðrir viljugir og ljúfir, enn aðrir húðlatir. En stundum er mikilvægt að fara að öllu með gát þegar kemur að því að dæma bæði hesta og menn. Í Víðsjá var rifjuð upp minning um hestinn Þokka sem flutt var í útvarpinu árið 1955 af Sigurði Jónssyni frá Brún. Í þessu fallega erindi var söknuðurinn greinilegur.

Frásöguþáttur Sigurðar Jónssonar frá Brún (1898-1970) um gamla hestinn sinn Þokka sem hann flutti hlustendum Ríkisútvarpsins er listilega gott dæmi um notkun íslenskunnar, full bæði af safaríkum lýsingarorðum og eftirsjá Sigurðar eftir gamla hestinum sínum.

En mógrái folinn var sélegur, vænn að vexti, fínbyggður, andlitsfríður, svipglaður, sporprúður og enginn móðurbetrungur með styggðina, sem sjá má á því að nafn var honum gefið í byrjun tamningar og kallaður vitlausi gráni. Enga veit ég atburði til nafngiftar þeirrar og ætla að forliður hennar hefði hæft tamningamanninum betur en folanum og fljótt mun það hafa sýnt sig að aldrei kæmi sá maður nemenda sínum langt til lærdóms. 

Hér er gripið niður í lýsingu Þokka, en mælt er með því að lesendur hlusti á brotin úr erindi hans, sem heyra má hér í spilaranum að ofan, en þeim er blandað saman við tónlist malíska tónlistarmannsins Ali Farka Touré.