Ítölsk stjórnvöld hafa ákveðið að heimilt verði að ferðast til og frá landinu frá 3. júní. Þá verður einnig heimilt að ferðast milli svæða innan Ítalíu. Breska ríkisútvarpið segir þetta vera risaskref í að opna hagkerfi Ítalíu eftir sóttvarnaraðgerðir sem hafa staðið yfir í meira en tvo mánuði.