Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Landamæri Ítalíu opnuð í byrjun júní

16.05.2020 - 10:11
epa08425086 (FILE) - Thermal cameras monitors are used to check the body temperature of passengers at Fiumicino airport, near Rome, Italy, 15 April 2020 (reissued 16 May 2020). Italy's government signed a decree on 15 May allowing travel to and from the country starting 03 June 2020, amid a gradual easing of coronavirus lockdown measures. Quarantine will no longer be mandatory for EU citizens traveling to Italy from EU countries.  EPA-EFE/EMANUELE VALERI
 Mynd: EPA - RÚV
Ítölsk stjórnvöld hafa ákveðið að heimilt verði að ferðast til og frá landinu frá 3. júní. Þá verður einnig heimilt að ferðast milli svæða innan Ítalíu. Breska ríkisútvarpið segir þetta vera risaskref í að opna hagkerfi Ítalíu eftir sóttvarnaraðgerðir sem hafa staðið yfir í meira en tvo mánuði.

Yfir 31 þúsund manns hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu. Hvergi í heiminum, nema í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa fleiri látist. Smitum hefur þó fækkað verulega upp á síðkastið. 

Ítalía var fyrsta ríkið í Evrópu til að grípa til samkomutakmarkana þegar veirufaraldurinn skall á í norðurhluta landsins í febrúar. Byrjað var að slaka á aðgeðrum 4. maí, þegar heimilt ar að opna verksmiðjur og almenningsgarða. 
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV