Lágtekjuhópar greinast fremur með COVID-19

16.05.2020 - 03:24
epa08425031 Medical personnel are disinfected in the COVID-19 Unit of the Cardio-Neuro Ophthalmological and Transplant Center (Cecanot) in Santo Domingo, Dominican Republica, 15 May 2020. Around the clock, 63 doctors, 120 nurses and 35 general service employees care for about 40 patients at the health center.  EPA-EFE/Orlando Barria
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Lágtekjuhópar eiga í meiri hættu á að greinast með kórónuveiruna en aðrir. Rannsókn á vegum Oxford-háskóla gefur til kynna að fólk sem býr í fátækustu hlutum Bretlands séu allt að fjórum sinnum líklegri til þess að greinast með veiruna en þau sem búa í ríkustu hverfum landsins.

Rannsóknin rýndi í niðurstöður meira en 3.600 prófa á vegum breskra yfirvalda og leiddi það í ljós að bæði fátækt, aldur og langvinnir lifrarsjúkdómar geta aukið líkurnar á COVID-19 smiti. 

660 þeirra sem prófaði voru búa í fátækari hverfum Bretlands og tæpur þriðjungur, eða 29.5 prósent, þeirra greindist smitaður. Í samanburði reyndist einungis 7.7 prósent þeirra sem búa í ríkari hverfum smitaðir. 

Þá kom það einnig í ljós að fólk á aldrinum fjörutíu til 64 ára eigi á mestri hættu að að smitast. 18,5 prósent þeirra reyndust smituð á meðan smit greindist hjá einungis 4,6 prósentum barna undir sautján ára.

Samkvæmt rannsókninni virðast karlmenn líklegri til að verða fyrir barðinu á veirunni en konur. Rúm átján prósent þeirra voru smitaðir en þrettán prósent kvenna. 

Gayatri Amirthalingam, einn vísindamannanna sem vann að rannsókninni, segir að þessar upplýsingar séu mikilvægar til að hægt sé að leiða það betur í ljós hvaða samfélagshópar eru viðkvæmari fyrir veirunni. Í þessu tilviki, umfram allt annað, virðist það sem svo að lágtekjuhópar séu mun viðkvæmari heldur en aðrir.