Búist við mótmælum í Þýskalandi

16.05.2020 - 12:52
epa08425351 A protester with a face mask holds a copy of the German constitution and a banner reading 'Fear Free' during protest against the Coronavirus health restrictions near the Brandenburg Gate at Pariser Platz in Berlin, Germany, 16 May 2020. A series of demonstrations is planned throughout Germany, calling for ending of the social and economical restrictions imposed due to the coronavirus pandemic. The events are organized by groups of various motives, right wing activists, conspiracy theory believers and more.  EPA-EFE/OMER MESSINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þjóðverjar opna landamæri sín að hluta í dag. Búist er við fjölmennum mótmælum víða í landinu gegn aðgerðum til að stemma stigu við veirunni en útgöngubann er enn í gildi í mörgum ríkjum Þýskalands.

 

Í gær opnuðu Slóvenía og Eystrasaltslöndin sín landamæri, og í dag bætist Þýskaland við. Landamærin við Lúxembourg verða alveg opin, og svo landamærin til Frakklands með takmörkunum. Þá hefst keppni í efstu deild þýsku knattspyrnunnar, Bundesligunni, á ný í dag eftir tveggja mánaða hlé en sex leikir verða leiknir fyrir luktum dyrum.

Mótmæli gegn aðgerðum þýskra stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar sem veldur Covid nítján hafa hins vegar færst mjög í aukanna en aðgerðirnar nutu almenns stuðnings fyrst í stað. Víða er fólki ennþá gert að halda sig heima. Búist er við töluverðum mótmælum í dag. Ýmsar samsæriskenningar sem settar hafa verið fram á netinu hafa ýtt undir óánægju og hefur hægri flokkurinn AfD hvatt fólk til að láta í sér heyra.

Meðal annars var legsteini komið fyrir við skrifstofur kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel, rósum og kertum raðað í kringum hann og á hann sett áletrun sem vísar til dauða fjölmiðlafrelsis, tjáningarfrelsis og ferðafrelsis. Þá var andlitsgríma einnig bundin utan um steininn. Framkvæmdastjóri flokksins sagði verknaðinn smekklausan. Lögreglan er með málið til rannsóknar. 

Þá er þessi helgi sú fyrsta sem baðstrendur á Ítalíu, Frakklandi og Bretlandi eru opnar frá því faraldurinn blossaði upp. Bresk stjórnvöld hafa séð sérstaka ástæðu til að biðja fólk um að safnast ekki saman í of stórum þrátt fyrir blíðviðri sem spáð er víða. 

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV