Atkvæðagreiðsla flugmanna um samning hafin

16.05.2020 - 18:25
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Flugmenn hjá Icelandair byrjuðu strax í gær að kjósa um nýjan kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair sem undirritaður var snemma í gærmorgun. Þetta segir Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins. Hann segir gögn um samninginn hafa verið senda félögum í gær og að formlegur kynningarfundur verði á mánudag og viðbótarkynningar í vikunni.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu liggur fyrir á föstudaginn. Þann dag verður einmitt mikilvægur hluthafafundur Icelandair þar sem í ljós kemur hvort hluthafar leggi til félaginu meira hlutafé. Það er forsenda þess að ríkið veiti félaginu stuðning. 
 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV