Tugir hvítvoðunga bíða foreldra sinna á hóteli

15.05.2020 - 20:30
Erlent · COVID-19 · Úkraína · Evrópa
Mynd: Efrem Lukatsky / AP
Tugir hvítvoðunga dvelja á hóteli í Úkraínu í umsjá hjúkrunarfræðinga. Staðgöngumæður gengu með börnin og fæddu þau fyrir foreldra sem geta ekki sótt þau, þar sem landamærin eru lokuð.

Yngsta barnið sem dvelur á hótelinu er aðeins nokkurra daga gamalt. Það elsta kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum og hefur enn ekki hitt foreldra sína. Staðgöngumæðrun er lögleg í Úkraínu og að jafnaði greiðir fólk jafnvirði nærri sjö og hálfrar milljónar króna fyrir slíka þjónustu.

Strandaglópar vegna lokaðra landamæra

Nú eru landamæri lokuð, foreldrar komast ekki að ná í börnin og einkastofur sem hafa milligöngu um staðgöngumæðrun mega ekki hafa börnin hjá sér í meira en 28 daga. Þeim hefur því verið komið fyrir á hóteli og fyrirtækið Biotex sem sérhæfir sig í staðgöngumæðrun vakti athygli á stöðunni á Facebook. Lyudmila Denisova, umboðsmaður almennings í Úkraínu, hefur boðist til að aðstoða fólk við að ná í börnin. „Ef landamærin verða áfram lokuð, líkt og stefnir í, þá verða það ekki hundrað börn sem ekki komast heim heldur þúsundir barna,“ segir Denisova.  

In this photo taken Thursday, May 14, 2020, nurses take care of dozens of babies born to surrogate mothers for foreign parents in a large room of the hotel where the Biotexcom clinic, the country's largest surrogate operation, in Kyiv, Ukraine. Scores of babies are separated from their foreign intended parents because the country's borders are closed under coronavirus restrictions. (AP Photo/Efrem Lukatsky)
 Mynd: Efrem Lukatsky - AP
Börnin bíða foreldra sinn í umsjá hjúkrunarfræðinga.
olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV