Péturskirkjan opnuð á ný eftir helgi

15.05.2020 - 16:42
Workers in protective gear sanitize beneath the baroque sculpted bronze canopy of St. Peter's Baldachin inside St. Peter's Basilica, at the Vatican, Friday, May 15, 2020. Churches in Italy are preparing to reopen to the public for masses from May 18 after Italy partially lifted restrictions last week following a two-month lockdown due to COVID-19. (AP Photo/Andrew Medichini)
 Mynd: AP
Péturskirkjan í Páfagarði verður opnuð gestum og gangandi að nýju á mánudag. Hún hefur verið lokuð síðustu tvo mánuði vegna COVID-19 farsóttarinnar á Ítalíu. Her manna hefur unnið við það í dag að sótthreinsa kirkjuna hátt og lágt. Hún er 23 þúsund fermetrar og rúmar sextíu þúsund manns.

Ekki er búist við að Frans páfi stýri neinum helgiathöfnum á næstunni í kirkjunni eða á Péturstorginu framann við hana. Páfagarður fer að dæmi Ítala þar sem allar fjöldasamkomur eru og verða bannaðar. Svissneskum vörðum Páfagarðs verður falið að gæta þess að ekki verði of margir gestir inni í kirkjunni í einu. Þeim til aðstoðar verða sjálfboðaliðar frá Möltu.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV