Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Opna sundlaugar á miðnætti á sunnudagskvöld

Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Sundlaugarnar í Reykjavík verða opnaðar laust eftir miðnætti á sunnudaginn þegar kominn er mánudagur og einni mínútu betur. Þá verður 18. maí genginn í garð, langþráður dagur fyrir sundþyrsta. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Sundlaugarnar hafa verið lokaðar síðustu vikur vegna samkomubanns sem lagt var á vegna kórónuveirufaraldursins. Samkomubannið verður rýmkað á mánudag og leyfilegt verður að hafa sundlaugar opnar. Þó mega aðeins helmingur leyfðra gesta í hverri laug vera ofan í á sama tíma, til að byrja með. 

„Til að mæta gríðarlegri eftirvæntingu og eftirspurn þá höfum við ákveðið í samráði við starfsfólk að opna laugarnar á miðnætti á sunnudag - reyndar eina mínútu yfir miðnætti aðrarnótt mánudags, kl. 00.01. Alls herjar nætursund í fyrsta skitpti í sögunni. Já, þetta þýðir að einhverjir verða þreyttir í vinnunni á mánudag - en þeir verða ekki bara þreyttir heldur fyrst og fremst hreinir og glaðir. Sjáumst í sundi!“ segir borgarstjórinn á Facebook.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir