Heilbrigðisráðherra Brasilíu segir af sér

15.05.2020 - 16:32
epa08369340 Brazil's new Minister of Health Nelson Teich (L) and Brazil's President Jair Bolsonaro (R) pose during Teich appointment, at the Palacio do Planalto, in Brasilia, Brazil, 17 April 2020.  EPA-EFE/JOEDSON ALVES
Nelson Teich ásamt Jair Bolsonaro forseta þegar tilkynnt var um skipun hans.  Mynd: EPA-EFE - EFE
Nelson Teich, heilbrigðisráðherra Brasilíu, sagði af sér í dag. Að sögn embættismanns í ráðuneytinu er ástæðan ágreiningur við Jair Bolsonaro forseta um leiðir til að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum sem fer sífellt versnandi í landinu.

Teich gegndi ráðherraembættinu í innan við einn mánuð. Fyrirrennari hans sagði einnig af sér vegna deilna við forsetann sem hefur gagnrýnt að heilbrigðisyfirvöld vilji halda landsmönnum heima til að hægja á útbreiðslu veirunnar. Þess í stað vill hann nota lyfið  klórókín, þrátt fyrir að rannsóknir hafi leitt í ljós að það geri lítið gagn.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi