Eurovision-lag Wills Ferrells komið út

Mynd með færslu
 Mynd: Netflix

Eurovision-lag Wills Ferrells komið út

15.05.2020 - 11:09

Höfundar

Will Ferrell fylgir eftir innkomu sinni í Eurovision-gleði RÚV með því að gefa út lagið Volcano Man úr væntanlegri kvikmynd Netflix.

Þú gerir ekki kvikmynd um Eurovision án þess að setja saman Eurovision-slagara. Forsmekkurinn að kvikmynd Wills Ferrels sem byggist á keppninni og gerist að hluta á Íslandi var gefinn í nótt þegar fyrsta lagið úr henni kom út.

Í laginu, sem heitir Volcano Man, syngur Will Ferrell ásamt söngkonu sem nefnist My Marianne. Hlustaðu á lagið hér:

Netflix hefur ekki gefið neitt út um hvenær myndin verður frumsýnd. Talið var að hún hefði átt að koma út um þetta leyti, meðan Eurovision hefði farið fram undir eðlilegum kringumstæðum. Rachel McAdams, sem fer með hlutverk í myndinni, sagði í viðtali við ET í Kanada, fyrr í þessum mánuði, að frumsýningu hefði verið frestað vegna COVID-19.

Will Ferrell kom fram í sjónvarpsþættinum Okkar 12 stig á RÚV í gær og tilkynnti um að Ítalía hefði fengið flest atkvæði hjá Íslendingum.

Mynd: Skjáskot / RÚV
Will Ferrell í Eurovision-gleði RÚV.

Tengdar fréttir

Tónlist

Ítalía fær 12 stig – Will Ferrell tilkynnti val Íslands

Menningarefni

Will Ferrell setur Húsavík á hliðina

Kvikmyndir

Will Ferrell leikur Íslending

Tónlist

Will Ferrell er mjög áhugasamur um Eurovision