Verð 15 fyrirtækja af 20 lækkaði

14.05.2020 - 17:41
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Rauði liturinn var áberandi í Kauphöllinni í dag. Verð á hlutabréfum fimmtán fyrirtækja af tuttugu lækkaði í dag. Aðeins tvö hækkuðu í verði og þrjú stóðu í stað. Lítil viðskipti voru þó að baki flestum breytingum.

Hlutabréf í Sýn lækkuðu um rúm fimm prósent í 25 milljóna króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa í Reginn lækkuðu um fimm prósent í viðskiptum upp á 138 milljónir og hlutabréf í TM lækkuðu um rúm fjögur prósent í 20 milljóna króna viðskiptum.

Hlutabréf í Eimskip hækkuðu um þrjú prósent en þar voru viðskiptin aðeins upp á eina milljón króna. Hlutabréf í Kviku hækkuðu um 1,7 prósent í 170 milljóna króna viðskiptum.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV