Öflugur fellibylur kominn að Filippseyjum

14.05.2020 - 09:04
epa08420855 A handout picture made available by the National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA) of a satellite image showing Typhoon Vongfong in the western Pacific Ocean heading towards the Philippines, 13 May 2020 (issued 14 May 2020). According to the Philippine Atmospheric, Geophysical and Astronomical Services Administration (PAGASA), typhoon Vongfong, also referred as Ambo, is forecast to make landfall on 14 May over Northern Samar or the northern portion of Eastern Samar bringing heavy to intense rains.  EPA-EFE/NOAA HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Fellibylurinn Vongfong undan austurströnd Filippseyja. Mynd: EPA-EFE - NOAA
Öflugur fellibylur, kallaður Vongfong, nálgast nú Filippseyjar úr austri og er búist við að það fari að hvessa þar verulega í dag. Þetta er fyrsti fellibylurinn sem fer yfir Filippseyjar á þessu ári.

Yfirvöld vinna að því að koma þúsundum manna í öruggt skjól áður en óveðrið skellur á. Reynt verður að koma í veg fyrir að of margir verði samankomnir í neyðarskýlum svo hægt verði að virða fjarlægðarreglur vegna kórónuveirufaraldursins, en yfirvöld segja að það geti sums staðar reynst útilokað.

Auk þess hafi neyðarskýlum víða verið breytt í sóttkvíar og einangrunarstöðvar. Ekki er búist við að óveðrið fari af fullum þunga yfir höfuðborgina Manila þótt þar geti orðið nokkuð hvasst samkvæmt spám.

Hátt í 12.000 hafa greinst með kórónuveirusmit á Filippseyjum, en hátt í 800 hafa látist af völdum COVID-19.

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi