Neyðarástandi víða aflétt í Japan

14.05.2020 - 11:46
Erlent · Asía · COVID-19 · Japan · Kórónuveiran
epa08421487 Japan's Prime Minister Shinzo Abe speaks during a news conference in Tokyo, Japan, 14 May 2020, about the country's state of emergency over the coronavirus disease (COVID-19) pandemic.  EPA-EFE/AKIO KON / POOL
Shinzo Abe á fundi með fréttamönnum í morgun. Mynd: EPA-EFE - BLOOMBERG POOL
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynnti í morgun að neyðarástandi sem lýst hefði verið yfir vegna krórónuveirufaraldursins hefði verið aflétt í 39 af 47 héruðum landsins.

Takmarkanir yrðu áfram í gildi á öðrum svæðum, þar á meðal í höfuðborginni Tókýó og Osaka, en þar og á eynni Hokkaido eru daglega að greinast ný kórónuveirutilfelli.

Neyðarástand á að vera þar í gildi til mánaðamóta, en forsætisráðherrann kvað þó ekki útilokað að því yrði aflétt fyrr, en það réðist af þróun mála.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi