Milljónir missa vinnuna í Bandaríkjunum

14.05.2020 - 14:18
epa08410327 Day laborers accept a job offered from a person in a van at a hiring site frequented by undocumented workers, at a park in Shirlington, Virginia, USA, 08 May 2020. About 20.5 million US jobs were lost and unemployment reached 14.7 percent in April amidst the coronavirus COVID-19 pandemic. Many economists believe official unemployment figures are probably an undercount of how many people are actually out of work, and the figures also don't show millions of workers that saw pay cuts.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
Daglaunamenn bíða eftir vinnu í Shirlington í Virginíu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Tæplega þrjár milljónir Bandaríkjamanna bættust við á atvinnuleysisskrána í síðustu viku. Það eru um það bil tvö hundruð þúsundum færri en í vikunni þar á undan. Samkvæmt gögnum atvinnumálaráðuneytis landsins hafa 36,5 milljónir landsmanna misst vinnuna frá því að COVID-19 farsóttin braust út vestanhafs um miðjan mars. Atvinnuleysið í apríl mældist 14,7 prósent.

Ástandið á vinnumarkaði hefur ekki verið verra í Bandaríkjunum frá því í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. COVID-19 sjúkdómurinn hefur lagt yfir 84 þúsund Bandaríkjamenn að velli, fleiri en í nokkru öðru landi. Stjórnvöld í nokkrum borgum og ríkjum íhuga að slaka á aðgerðum sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Sérfræðingar í sóttvörnum vara við því. Slíkt geti gert ástandið enn verra.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV