IOC setur 117 milljarða í Ólympíusjóð

epa08331720 (FILE) - The logos of the Tokyo 2020 Olympic (L) and Paralympic Games (R) during a presentation in Tokyo, Japan, 25 April 2016 (re-issued on 30 March 2020). The International Olympic Committee (IOC) on 30 March 2020 announced that the Tokyo 2020 Olympic Games will take place from 23 July until 08 August 2021 after it was postponed for a year due to the ongoing coronavirus COVID-19 pandemic.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
 Mynd: EPA

IOC setur 117 milljarða í Ólympíusjóð

14.05.2020 - 21:53
Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, ætlar að veita 800 milljónum Bandaríkjadala í sérstakan sjóð til að mæta tapi vegna frestunar Ólympíuleikanna í sumar.

Skipuleggjendur leikanna í Tókýó fá 650 milljónir dala, 95 milljarða, til að takast á við kostnað sem fylgir frestuninni og til að bæta upp tap sem verður vegna frestunarinnar.

150 milljónir dala, 22 milljarðar króna, fara svo til alþjóðaíþróttasambanda og Ólympíunefnda. Þau geta sótt um að fá hluta fjárins að láni ef þau eiga í lausafjárvandræðum vegna Covid-19 faraldursins.

Thomas Bach, forseti IOC, sagði ennfremur að niðurskurður sé óhjákvæmilegur.

„Staðan kallar á málamiðlanir og krefst fórna af öllum,“ sagði Bach.

„Við munum leita allra leiða til að draga úr kostnaði en um leið að viðhalda anda leikanna og gæðum keppninnar.“

Bach vildi ekki tjá sig um mögulegar frekari frestanir á leikunum verði ekki komið bóluefni gegn Covid-19. 

„Það er eitt ár og tveir mánuðir til stefnu og því of snemmt að draga einhverjar ályktanir,“ sagði Bach.