Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Horfðu á upphafsatriði Daða Freys í Okkar 12 stigum

Mynd: Daði Freyr / RÚV

Horfðu á upphafsatriði Daða Freys í Okkar 12 stigum

14.05.2020 - 19:45

Höfundar

Þátturinn Eurovision-gleði – okkar 12 stig stendur nú sem hæst. Þátturinn hófst á nýju lagi og myndbandi frá Daða Frey þar sem hann lýsir því hvað það eru mikil vonbrigði að missa af Eurovision í ár.

Daði syngur um vonbrigðin yfir því að fara ekki til Hollands enda var hann tilbúinn í ferðalagið ásamt Gagnamagninu. Hann bendir þó réttilega á að ekkert þýði að gráta Eurovision og að í raun þurfum við ekki á keppninni að halda til að fagna Eurovision, enda lifi Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í hjörtum okkar. 

Í þættinum í kvöld kemur í ljós hvaða lag hefði hlotið 12 stig frá Íslandi og er símaatkvæðagreiðsla í fullum gangi. Hvert atkvæði kostar 139 krónur og rennur ágóðinn óskiptur í Varasjóðinn, til styrktar þeim sem mest mæðir á í baráttunni við COVID-19. Það eru konurnar á bak við átakið Á allra vörum sem standa á bak við söfnunina.

Lag 1   Litáen 900 9901
Lag 2   Svíþjóð 900 9902
Lag 3   Rúmenía 900 9903
Lag 4   Aserbaísjan 900 9904
Lag 5   Sviss 900 9905
Lag 6   Malta 900 9906
Lag 7   Noregur 900 9907
Lag 8   Rússland 900 9908
Lag 9   Austurríki 900 9909
Lag 10 Búlgaría 900 9910
Lag 11 Danmörk 900 9911
Lag 12 Holland 900 9912
Lag 13 Þýskaland 900 9913
Lag 14 Bretland 900 9914
Lag 15 Ítalía 900 9915

Í þættinum í kvöld verður mikið um dýrðir. Meðal þeirra sem koma fram eru Daði Freyr og Gagnamagnið, forsetahjónin, ríkisstjórn Íslands, Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona, Sveppi, Lolla, Klemens Hannigan, Hatari, bandaríski leikarinn Will Ferrell og margir fleiri. Þulur verður Gísli Marteinn Baldursson og kynnar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Jónsson. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Eurovision-gleði - Okkar 12 stig