Fyrsta smitið í milljón manna flóttamannabúðum

14.05.2020 - 23:35
Erlent · Asía · COVID-19
epa07783993 (FILE) - A general view of a Rohingya refugees' makeshift camp in Kutubpalang, Cox Bazar district, Bangladesh, 26 August 2018 (reissued 21 August 2019). Bangladesh is set to start repatriations for Rohingya Muslim refugees on 22 August, media reported. The Bangladeshi refugee commissioner said only 21 families out of 1,056 selected for repatriation were willing to be interviewed by officials about whether they wanted to return. Rohingya refugees in Bangladesh camps are said to fear they will face violence and oppression once back in Myanmar, media added.  EPA-EFE/MONIRUL ALAM
Flóttamannabúðir í Cox´s Bazar. Mynd: EPA-EFE - EPA
Fyrsta COVID-19 smitið hefur greinst í stærstu flóttamannabúðum í heimi í Bangladess þar sem um milljón manns hafast við. Flóttamennirnir sem þar búa eru flestir rohingjafólk frá Mjanmar sem lagði á flótta vegna ofsókna í garð þessa minnihlutahóps múslima.

Tveir greindust með smit, annar er rohingjamaður sem býr í flóttamannabúðunum en hinn er heimamaður sem býr nærri búðunum. Sá hafði fengið læknisaðstoð í búðunum.

Smitrakningarteymi tók þegar til starfa við að reka ferðir mannanna og komast að því hvaða fólk þeir hefðu verið í samskiptum við. Sýni verða tekin úr því fólki til að reyna að greina hvort sjúkdómurinn breiðist út. Þar að auki hefur verið settur aukinn kraftur í sýnatöku og aðgerðir til að sporna gegn smiti.

Yfirvöld lokuðu í síðasta mánuði fyrir ferðir inn og út úr héraðinu þar sem flóttamannabúðirnar eru eftir að fólk greindist með COVID-19 veikina í nágrenninu. Þar á meðal var hjálparstofnunum fyrirskipað að draga úr starfsemi sinni í búðunum. Um 3,4 milljónir búa í héraðinu, að rohingja flóttamönnum meðtöldum. 

283 hafa látist af völdum COVID-19 veikinnar í Bangladess síðan í mars. 19 þúsund hafa smitast.
 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV