Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fundum lokið hjá löggum og hjúkrunarfræðingum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Samningafundum í tveimur kjaradeilum lauk í dag án árangurs. Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins sátu á fundi til að verða sex í dag án niðurstöðu. Annar fundur hefur verið boðaður á mánudag.

Landssamband lögreglumanna ræddi einnig við samninganefnd ríkisins í dag og ekki varð heldur árangur á þeim fundi. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Samninganefnd lögreglumanna ætlar að ræða við stjórn Landssambandsins á morgun um það sem fram kom á fundinum í dag. 
 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV