Framkvæmdastjóri Krónunnar hættir störfum

14.05.2020 - 12:41
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Gréta María Grétarsdóttir hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Krónunnar en hún mun starfa áfram þangað til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðin.

„Tími minn hjá Krónunni hefur verið frábær, fyrst sem fjármálastjóri og svo sem framkvæmdastjóri. Það hafa verið forréttindi að fá að vera hluti af eins öflugu liði og Krónuliðið er,“ segir Gréta í tilkynningu. Í sömu tilkynningu Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi. Grétu fyrir störf hennar. 

Brotthvarf Grétu frá Krónunni er ekki eina breytingin sem hefur orðið á rekstri dagvöruverslana hérlendis því skammt er síðan Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, lét af störfum þar. 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV