Frakkar gagnrýna lyfjafyrirtæki

14.05.2020 - 08:10
epa08391244 French Junior Finance Minister Agnes Pannier-Runacher attends a session of questions to the government at the National Assembly, one day after the plan to exit from the lockdown situation has been voted in Paris, France, 29 April 2020, on the 44th day of a lockdown aimed at curbing the spread of the COVID-19 pandemic, caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/LUDOVIC MARIN / POOL  MAXPPP OUT
Agnes Pannier-Runacher, varafjármálaráðherra Frakklands. Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Franska ríkisstjórnin gagnrýnir lyfjarisann Sanofi vegna yfirlýsinga hans um að Bandaríkin fái fyrstu skammta af nýju bóluefni gegn COVID-19 sem fyrirtækið er að vinna að.

Paul Hudson, framkvæmdastjóri Sanofi í Bretlandi, sagði í gær að bæru tilraunir fyrirtækisins til að finna bóluefni árangur, fengju Bandaríkjamenn fyrstir að njóta afrakstursins þar sem þeir hefðu tekið fjárhagslega áhættu við verkefnið. 

Sanofi og breska lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline hafa tekið höndum saman við að finna bóluefni við COVID-19 og hafa fengið fjárstuðning frá rannsóknar og þróunarstofnuninni BARDA sem heyrir undir bandarísk heilbrigðisyfirvöld.

Agnes Pannier-Runacher, varafjármálaráðherra Frakklands, sagði í morgun að það væri óviðunandi að Sanofi veitti einu ríki forgang að bóluefni umfram önnur af fjárhagslegum ástæðum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV