Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Eurovision-gleði - Okkar 12 stig

Eurovision-gleði - Okkar 12 stig

14.05.2020 - 14:40

Höfundar

Nú fá landsmenn að kjósa hvaða lag hefði fengið 12 stig frá Íslandi ef Eurovision-söngvakeppnin hefði farið fram. 15 lög úr keppninni koma til greina og geta lesendur kosið á milli þeirra, en þessi 15 lög voru valin af þjóðinni í gegnum vefkosningu og álitsgjöfum í þáttunum Alla leið.

Hvert atkvæði kostar 139 krónur og mun allur ágóði renna óskiptur í Varasjóðinn, til styrktar þeim sem mest mæðir á í baráttunni við COVID-19. Það eru stöllurnar í átakinu Á allra vörum sem standa að baki söfnuninni.

Búið er að opna fyrir símakosninguna og númerin má sjá hér að neðan. Svona verður einnig röðin á lögunum í útsendingunni í kvöld. 

Lag 01 Litáen 900 9901
Lag 02 Svíþjóð 900 9902
Lag 03 Rúmenía 900 9903
Lag 04 Aserbaísjan 900 9904
Lag 05 Sviss 900 9905
Lag 06 Malta 900 9906
Lag 07 Noregur 900 9907
Lag 08 Rússland 900 9908
Lag 09 Austurríki 900 9909
Lag 10 Búlgaría 900 9910
Lag 11 Danmörk 900 9911
Lag 12 Holland 900 9912
Lag 13 Þýskaland 900 9913
Lag 14 Bretland 900 9914
Lag 15 Ítalía 900 9915

Í þættinum í kvöld verður mikið um dýrðir en meðal þeirra sem koma fram eru Daði Freyr og Gagnamagnið, Forsetahjónin, Ríkisstjórn Íslands, Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona, Sveppi, Lolla, Klemens Hannigan Hatari, leikarinn Will Ferrell og margir fleiri. Þulur verður Gísli Marteinn og kynnar verða Ragnhildur Steinunn og Jón Jónsson. 

Þátturinn Eurovision-Gleði - Okkar 12 stig er á dagskrá RÚV klukkan 19:40 í kvöld. Þá verður þátturinn einnig sýndur á vefnum og útvarpað á Rás 2. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Daði og Gagnavagninn á ferð um borgina

Tónlist

Will Ferrell í Eurovision-veislu á RÚV í kvöld

Tónlist

Þessi lög keppa um 12 stig Íslands í ár

Tónlist

Íslendingar sætta sig ekki við að missa af Eurovision