Farþegar strætisvagna sem eiga leið um Ártún, Fjörð, Spöngina, Mjódd, Hamraborg og Hlemm heyra Daða Frey kynna biðstöðvarnar. Þetta eru nokkur tímamót því hingað til hefur aðeins rödd Herdísar Hallvarðsdóttur ómað um strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu.
Daði Freyr og Gagnamagnið hefðu átt að vera komin til Rotterdam í Hollandi og flytja lagið sitt Think about things í undanúrslitum Eurovision í kvöld. Keppninni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.