70 Mexíkanar létust eftir neyslu á heimabrugguðu áfengi

14.05.2020 - 07:06
epa07149788 A glass of wine sits on a table during a wine and spirits competition in Tbilisi, Georgia 07 November 2018 (issued 08 November 2018). Wine is one of the top Georgian export products.  EPA-EFE/ZURAB KURTSIKIDZE
 Mynd: EPA - RÚV
Minnst sjötíu Mexíkanar hafa látið lífið vegna neyslu á heimabrugguðu áfengi síðustu tvær vikur. Áfengissala var þar víða bönnuð í apríl til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.

New York Times hefur eftir fulltrúum ríkisins þar að líklega megi rekja andlátin til áfengisbannsins sem og þess að brugghús hafi verið látin loka starfsemi sinni í faraldrinum. Það gæti hafa orðið til þess að fólk leitaði í auknum mæli í illa fengið áfengi frá vafasömum bruggurum. 

Í Mexíkó er starfræktur umsvifamikill ólöglegur markaður sem selur áfengi sem hefur verið bruggað við misjafnar aðstæður. New York Times segir að það gerist því stöku sinnum að fólk veikist og jafnvel láti lífið eftir að hafa drukkið gallað áfengi. Þetta hafi hins vegar aukist mikið nýlega. 

Þorpið Chiconcuautla í ríkinu Peubla hefur orðið illa úti vegna þessa. Bærinn hafði náð að halda kórónuveirunni fjarri og engin smit greinst í tólf þúsund manna bæjarfélaginu. Hins vegar hafa nú tuttugu látið þar lífið vegna neyslu á illa fengnu áfengi, sem Mexíkanar kalla „refino."

elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi