Verksmiðja Tesla í Kaliforníu ræst á ný

13.05.2020 - 13:52
epa08418243 Tesla electric vehicles ready for transport at the Tesla's vehicle factory in Fremont, California, USA, 12 May 2020. CEO Elon Musk announced he was defying Alameda County (local officials) coronavirus COVID-19 non-essential business shut-down orders.  EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Heilbrigðisyfirvöld í Alamedasýslu í Kaliforníu hafa heimilað að starfsemi hefjist að nýju í bílasmiðju Tesla í Fremont. Elon Musk, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti á mánudag að hann ætlaði að hefja setja framleiðsluferlið í gang, hvað sem liði afstöðu yfirvalda. Jafnframt hótaði hann að fara með starfsemina úr Alamedasýslu ef leyfi fengist ekki.

Donald Trump forseti lýsti í gær yfir stuðningi við Elon Musk og hvatti heilbrigðisyfirvöld til að heimila honum að hefja framleiðsluna á ný. Musk átti á hættu að þurfa að greiða þúsund dollara í dagsektir og jafnvel sitja níutíu daga bak við lás og slá ef hann bryti gegn fyrirskipunum heilbrigðisyfirvalda.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV