Jilin nánast lokað vegna nýrra kórónuveirusmita

13.05.2020 - 08:41
Erlent · Asía · COVID-19 · Kína · Kórónuveiran
epa08391826 A worker wearing a protective suit and a face mask packs up mask products at a factory of the Naton Technology Group in Beijing, China, 29 April 2020, amid the ongoing coronavirus COVID-19 pandemic. Established in 1996, the Naton Technology Group in Beijing's Haidian district previously manufactured surgical orthopedic products to hospitals across China. It has been involved in protective face mask production since February 2020 and so far it can produce about five million face masks per day.  EPA-EFE/WU HONG
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Búið er nánast að loka borginni Jilin, í samnefndu héraði í norðausturhluta Kína, vegna nýrra kórónuveirusmita.

Að sögn yfirvalda fær enginn að fara þaðan nema að lokinni sjálfseinangrun og hafa verið greindur smitlaus í tvo sólarhringa. Öllum kvikmyndahúsum, líkamsræktarstöðvum, netkaffihúsum og öðrum afþreyingarmiðstöðvum í borginni yrði lokað.

Í morgun var tilkynnt um sex ný kórónuveirusmit í Jilin og hafa því ríflega tuttugu greinst þar smitaðir á nokkrum dögum. Öll þessio smit eru talin koma frá einum og sama manni, en óttast er að þau kunni að breiðast út.

Stjórnvöldum í Kína tókst á ná tökum á krónuveirufaraldrinum sem blossaði upp í borginni Wuhan undir lok síðasta árs og hafa aflétt flestum takmörkunum sem gripið var til vegna hans. Þau óttast hins vegar nýja bylgju smita.