Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Flugfreyjur funda áfram með Icelandair í dag

13.05.2020 - 06:35
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Kjaraviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair halda áfram hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag, en tæplega sex klukkustunda löngum fundi var frestað laust fyrir klukkan hálftvö í nótt. Ekki náðist í samningsaðila að loknum fundarhöldum í nótt, en fyrir þann fund var ljóst að mikið bar í milli.

Klukkan eitt í dag hefst svo fundur að nýju hjá samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins, en hjúkrunarfræðingar felldu í lok apríl nýjan kjarasamning. 
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV