Lífeyrissjóður lagðist gegn arðgreiðslum hjá Volvo

12.05.2020 - 17:01
epa07413580 (FILE) - A view of the Volvo logo during the inauguration of the Brussels Motor Show in Brussels, Belgium, 10 January 2018 (reissued 04 March 2019). Swedish carmaker Volvo on 04 March 2018 said it will be putting a speed limit of 180 kilometres per hour on its cars. The step is aimed at reducing fatal accidents from 2020 onwards.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: STEPHANIE LECOCQ - EPA
Bílaframleiðandinn Volvo hefur ákveðið að ekki verði greiddur út arður á ársfundi fyrirtækisins í júní. Lífeyrissjóður sem er einn stærsti eigandi Vovlvo lagðist gegn því að arður yrði greiddur út.

Sænska ríkisútvarpið greinir frá.  

Fyrr í dag greindi SVT frá því að einn af stærstu eigendum Volvo, lífeyrissjóðurinn Alevta, legðist gegn því að arður yrði greiddur út í júní vegna heimsfaraldursins og vaxandi óvissu um framtíð fyrirtækisins.

Haft er eftir fulltrúa Alecta að fyrirtæki eins og Volvo, sem hafi leitað eftir stuðningi frá ríkinu, eigi ekki að greiða eigendum sínum arð.

Volvo er eitt af þeim fyrirtækjum sem hefur sagt upp fjölda starfsmanna eftir að heimsfaraldurinn skall á og 20 þúsund manns hefur verið sagt upp í Svíþjóð. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV