Eldur í bíl á Miklubraut - enginn slasaðist

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Eldur kviknaði í bíl á Miklubraut á tíunda tímanum í kvöld. Hann hefur nú verið slökktur, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mikill eldur og reykur var í bílnum. Ekki fengust upplýsingar um það hve margir voru í bílnum þegar eldurinn kom upp en það er ljóst að engin slys urðu á fólki.

Bíllinn var á Miklubraut á milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi