Níu létust í eldsvoða á elliheimili

11.05.2020 - 15:37
In this video grab provided by the RU-RTR Russian television, Russian Emergency Situations Ministry firefighters work at the scene of a fire on a top of a private home for the elderly in a suburb of Moscow, Russia, Monday, May 11, 2020. Russian officials say at least nine people have died in a fire at a nursing home in a suburb of Moscow. The authorities in Krasnogorsk on Moscow's northwestern edge said the fire at a private home for the elderly erupted late Sunday. (RU-RTR Russian Television via AP)
 Mynd: EPA-EFE - RU-RTR
Að minnsta kosti níu létust og annar eins fjöldi er á gjörgæslu eftir að eldur kom upp á elliheimili í borginni Krasnogorsk í Rússlandi um miðnætti að staðartíma. Að sögn rússneskra fjölmiðla voru 37 í húsinu þegar eldurinn kom upp. Margir í hópnum eru hreyfihamlaðir og veittist starfsfólki heimilisins erfitt að forða þeim úr reyknum. Slökkvistarfi var lokið á innan við klukkustund.

Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem eldur kemur upp á elli- og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu í Rússlandi. Í síðasta mánuði varð eldsvoði í Moskvu þar sem sex heimilismenn létust.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi