KSÍ tekur yfir ferðaþátttöku- og skráningagjöld félaga

Mynd með færslu
 Mynd: Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ tekur yfir ferðaþátttöku- og skráningagjöld félaga

11.05.2020 - 14:20
Knattspyrnusamband Íslands tekur yfir hlut knattspyrnufélaga í ferðaþátttökugjaldi 2020 og ekki innheimta skráningargjöld í Íslandsmótin 2020.

Þetta gera um 20 milljónir króna í tapaðar tekjur og aukin gjöld, segir í tilkynningu KSÍ. Stjórn sambandsins fundaði þann 7. maí þar sem farið var yfir samantekt Deloitte á stöðu knattspyrnudeilda í efstu tveimur deildum karla. Þar segir að tap félaganna vegna COVID-19 sé mikið. Farið var yfir mögulegar aðgerðir til að styðja við aðildarfélögin og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, kynnti þrjár sviðsmyndir og er í þeim öllum gert ráð fyrir að KSÍ taki yfir hlut félaganna í ferðaþáttökugjaldi 2020 og að ekki verði innheimt skráningargjöld fyrir mótin í ár. 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ný leikjaniðurröðun kynnt í dag

Fótbolti

KSÍ fær 73 milljónir frá FIFA

Fótbolti

KSÍ flýtir greiðslum til félaga vegna yngri flokka