Flugfreyjur telja tilboð fela í sér 40% kjaraskerðingu

11.05.2020 - 19:59
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Stjórnendur Icelandair hafa gert Flugfreyjufélagi Íslands tilboð sem felur í sér allt að 40 prósenta kjaraskerðingu, að mati Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélagsins.

Icelandair sendi félaginu tilboðið í gær og vill að það verði borið milliliðalaust undir alla félagsmenn í kosningu. Guðlaug hafnaði boði um viðtal síðdegis í dag en sagði í samtali við fréttastofu að til stæði að senda tilboðið til allra félagsmanna ásamt mati stjórnarinnar á því. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vildi ekki veita fréttastofu viðtal.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur flugfreyjufélagið fundað stíft um málið í dag, meðal annars með lögfræðingi ASÍ. Tilboð Icelandair verður sent á flugfreyjur í Flugfreyjufélagi Íslands á næstunni, líklega í kvöld. 
 

johannhlidar's picture
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV
dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi