Icelandair semur við flugvirkja

10.05.2020 - 18:08
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Icelandair og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna fyrir tímabilið 1. janúar 2021 til 31. desember 2025. Í tilkynningu frá Icelandair segir að samningurinn sé í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar lögðu upp með sem í senn styrkir samkeppnishæfni félagsins og stendur vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. FVFÍ mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu.

Í tilkynningunni segir að kórónuveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafi haft gríðarleg áhrif á starfsemi Icelandair. „Mikil óvissa er um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum tekur við sér á ný. Félagið hefur þurft að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við óvissunni. Á sama tíma er unnið að því að styrkja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi