Hundar fundu fjöldagröf í Mexíkó

epa05852602 Police crime tape cordons off a restricted area where human remains have been found in the state of Veracruz, Mexico. 16 March 2017. Veracruz prosecutor Jorge Winckler has confirmed that more than 250 human skulls have been exhumed from a mass
Myndin er tekin við fjöldagröf í Veracruz í Mexíkó í mars 2017. Í gröfinni fundust 250 höfuðkúpur.  Mynd: EPA
25 lík fundust í fjöldagröf skammt utan borgarinnar Guadalajara í Mexíkó á fimmtudag. Ríkissaksóknari í Jalisco greindi frá þessu í dag. Auk þess fundust í gröfinni fimm pokar sem taldir eru geyma líkamsleifar, hefur AFP fréttastofan eftir yfirlýsingu saksóknara. 

Íbúar í nágrenni við fjöldagröfina sögðu hunda hafa grafið upp bein á yfirgefnum búgarði. Líkin voru flutt í líkhús í Guadalajara til rannsóknar. 

Alls hafa 115 lík fundist í fjöldagröfum í Jalisco-fylki það sem af er ári. Um tíu grafir hafa fundist, flestar þeirra skammt frá Guadalajara, næst fjölmennustu borg Mexíkó. Síðustu fimm ár hefur ofbeldi farið vaxandi í fylkinu. Flest málin tengjast valdamiklu eiturlyfjagengi, Nýju kynslóð Jalisco.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi