Rafmagnslaust í hluta Bergja og Hóla til morguns

09.05.2020 - 00:24
Mynd með færslu
 Mynd: skjámynd - Veitur
Rafmagnslaust er í hluta Bergja og Hóla í Breiðholti í Reykjavík til klukkan sjö í fyrramálið. Veitur vinna þar að viðgerðum.

Í tilkynningu Veitna er fólki bent á að slökkva á rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Jafnframt er ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi