Ráðist á mann fyrir framan fjölda fólks

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fólki sem sat fyrir utan og á veitingastöðum í Pósthússtræti í miðborg Reykjavíkur um klukkan átta í kvöld var brugðið þegar hópur manna réðist á einn mann. Vitni sögðu að fimm menn hefðu ráðist á manninn og börðu hann. Fólk sem sat við borð í nágrenninu stökk til og reyndi að stöðva árásina.

Lögreglumenn mættu á vettvang á nokkrum bílum og sömuleiðis sjúkrabíll. Eftir því sem næst verður komist voru áverkar mannsins lítils háttar og ekki þörf á að fara með hann á sjúkrahús.

Fjöldi fólks var að neyta matar og drykkja í nágrenninu en það kom ekki í veg fyrir árásina.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV