Belgar gripnir hænsnaæði í faraldrinum

09.05.2020 - 02:36
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Svo virðist sem hænsnaæði hafi gripið Belga í kórónuveirufaraldrinum. Hænsnabændahjúin Martine og Cristopher Denis í nágrenni borgarinnar Waivre segja í samtali við fréttastofuna AFP að alifuglasala hafi allt að þrefaldast í útgöngubanninu sem sett var á þar í landi í mars.

Þau segjast vart hafa undan eftirspurn, séu að verða uppiskroppa með hænur og að hænsnakofar séu nær uppseldir. Þau segja að kúnnar hópist svo að býlinu að lögreglan hafi haft afskipti til að spyrja hvað gengi á.
Einn kúnninn sagði við AFP að hann hafi ætlað að bíða með hænsnakaupin til sumars, en að þegar útgöngubannið var sett á hafi ekki verið eftir neinu að bíða en að festa sér kaup á hænum og kofa.
 

elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi