Ráðherrar fá skýrslu barnaþings

08.05.2020 - 07:56
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Ráðherrar fá afhenta skýrslu barnaþings 2019 fyrir utan Ráðherrabústaðinn klukkan hálftólf í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, afhendir ráðherrum skýrsluna ásamt ungmennum úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og börnum sem tóku þátt í barnaþingi.

Fyrsta barnaþingið var haldið í Hörpu dagana 21. og 22. nóvember. Þingið var haldið á forsendum barnanna sjálfra og þau fengu að ráða þeim málefnum sem voru til umræðu. Framvegis verður þingið haldið annað hvert ár. 

„Ég vil þakka barnaþingmönnum sérstaklega fyrir góða og virka þátttöku. Þeir hafa sýnt, svo um munar, fram á mikilvægi þess að börn séu virkir þátttakendur í samfélagsumræðu. Barnaþingmenn unnu í sameiningu að því að finna nýjar leiðir og lausnir á fjölbreyttum viðfangsefnum með áherslu á samvinnu, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í fréttatilkynningu

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi