Hefur viljað gera lag með Frikka lengi

Mynd: Sony Music Denmark / Huginn og Friðrik Dór

Hefur viljað gera lag með Frikka lengi

08.05.2020 - 15:37
Poppprinsar landsins þeir Huginn og Friðrik Dór gáfu í dag út lagið Einn tveir. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir vinna saman. Lagið er sannkallaður ástar-sumarsmellur.

Huginn hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins frá því hann gaf út plötuna Eini Strákur Vol. 1, fyrir tveimur árum síðan. Huginn og Friðrik hittust tvisvar í stúdíói og úr varð lagið Einn Tveir sem er pródúserað af Þormóði Eiríkssyni.

Huginn sagði frá því á Instagram síðu sinni að samstarfið með Friðriki sé langþráður draumur síðan hann bjó í Danmörku og var að hlusta á lagið Hlið við hlið árið 2009.

Lovísa Rut Kristjánsdóttir ræddi við Huginn og Friðrik Dór í Popplandi á Rás 2.