RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Fjölbreytt Eurovision-gleði á RÚV

Mynd:  / 
Það verður sannkölluð Eurovision gleði á RÚV næstu daga og verður áhorfendum boðið upp á fjölbreytta dagskrá af nýjum þáttum sem fjalla um keppnina auk þess sem gamlar perlur verða endursýndar. Þrátt fyrir að hefðbundin keppni fari því ekki fram í ár ættu allir að geta upplifað sanna Eurovision stemningu.

Eftirminnilegustu keppnir liðinna ára verða rifjaðar upp, landsmenn kjósa 12-stiga lagið í símakosningu, Daði flytur uppáhaldslögin sín úr Eurovision á heimatónleikum, keppendur í ár koma saman í skemmtidagskrá frá Hollandi og svo verður partý í Hörpu með Eurobandinu og góðum gestum. Það verður því sönn Eurovision-stemmning í ár, þrátt fyrir all

Eurovision-fyrirpartý

Þriðjudagur 12. maí klukkan 19:40

Á þriðjudagskvöld verður haldið sannkalla Eurovision fyrirpartý þar sem tilkynnt verður hvaða 15 lög eru efst í kosningu íslensku þjóðarinnar og álitsgjafa þáttarinar Alla leið. Efstu 15 lögin fara áfram og keppa í sérstökum kosningaþætti sem er á dagskrá fimmtudagskvöldið 14. maí. Það eru þau Björg Magnúsdóttir og Felix Bergsson sem hafa umsjón með Eurovision fyrirpartýinu. 

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV

Íslensku Eurovision-lögin 1986-2020

Fimmtudagur 14. maí - 13:05

Framlög Íslands í Eurovision árin 1986 - 2020.

Eurovision-gleði - Okkar 12 stig

Fimmtudagur 14. maí - 19:40

Vegleg Eurovision-veisla þar sem þjóðinni gefst kostur á að kjósa og komast að því hvaða lag hefði fengið 12 stig frá Íslandi. Eurovision-kvöld fyrir alla fjölskylduna þar sem tónlist, sprell og gleði verða við völd. Umsjón: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Jónsson.

Mynd: RÚV / RÚV

Euro-Daði

Föstudagur 15. maí - 19:40

Bein útsending frá heimili Daða Freys í Berlín þar sem hann leikur sín eftirlætis Eurovision-lög. 

Mynd: RÚV / RÚV

Eurovision - Europe Shine a Light

Laugardagur 16. maí 19:00

Eurovision verður ekki með hefðbundnum hætti í ár en þjóðin fær engu að síður sína Eurovision-gleði. Bein útsending frá Hollandi þar sem kynnt verða lögin 41 sem valin voru til þátttöku í Eurovision í ár. Fulltrúar þjóðanna senda skemmtilegar myndbandskveðjur til áhorfenda og flytja saman þekkt Eurovision-lag á nýstárlegan hátt

Mynd: RÚV / RÚV

Eurovision-partý

Laugardagur 16. maí 21:10

Bein útsending frá Hörpu þar sem Eurobandið og góðir gestir leika eftirlætis Eurovision lög þjóðarinnar. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Til að tryggja að þjóðin komist í réttu stemninguna verður einnig boðið upp á endursýningar af mörgum af þekktustu og eftirminnilegustu Eurovision keppnum sögunnar. Eftirfarandi keppnir verða á dagskrá RÚV í vikunni.

Sunnudagur 10. maí - 12:45
Eurovision 2015 - Vín
Endursýning frá úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Vín í Austurríki árið 2015. Þulur er Felix Bergsson.

Mánudagur 11. maí - 10:50
Eurovision 2009 - Moskva
Endursýning frá úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Moskvu í Rússlandi árið 2009. Söngkonan Jóhanna Guðrún tók þátt fyrir Íslands hönd og lenti í 2. sæti. Þulur er Sigmar Guðmundsson.

Þriðjudagur 12. maí - 13:50
Eurovision 1999 - Jerúsalem
Endursýning frá úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Jerúsalem í Ísrael árið 1999. Söngkonan Selma tók þátt fyrir Íslands hönd og lenti í 2. sæti. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson.

Miðvikudagur 13. maí - 14:40
Eurovision 1998 - Birmingham
Endursýning frá úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Birmingham í Englandi árið 1998. Þulur er Páll Óskar Hjálmtýsson.

Fimmtudagur 14. maí - 14:45 & 22:55
Eurovision 1990 - Zagreb
Endursýning frá úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Zagreb í þáverandi Júgóslavíu árið 1990. Hljómsveitin Stjórnin tók þátt með lagið Eitt lag enn og lenti í 4. sæti. Þulur er Arthúr Björgvin Bollason.

Föstudagur 15. maí - 14:40 & 23:50
Eurovision 1987 - Brussel
Endursýning frá úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Brussel í Belgíu árið 1987. Söngkonan Halla Margrét Árnadóttir tók þátt með lagið Hægt og hljótt og lenti í 16. sæti. Þulur er Kolbrún Halldórsdóttir. 

Laugardagur 16. maí - 14:55 & 23:10
Eurovision 1986 - Björgvin
Endursýning frá úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Bergen í Noregi árið 1986. Íslendingar tóku í fyrsta þinn þátt í keppninni þar sem Icy tríóið flutti lagið Gleðibankinn og endaði í 16. sæti. Þulur er Þorgeir Ástvaldsson.

08.05.2020 kl.16:54
orrifr's picture
Orri Freyr Rúnarsson
Birt undir: Í umræðunni, Söngvakeppnin