Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

75 ár frá uppgjöf Þjóðverja

08.05.2020 - 19:39
Mynd:  / 
Þess var minnst víða um heim að í dag eru 75 ár frá uppgjöf Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Kórónuveirufaraldurinn var mörgum þjóðarleiðtogum ofarlega í huga á þessum tímamótum.

Eftir sex ára heimsstyrjöld sem kostaði tugi milljóna manns lífið varð þriðjudagurinn 8. maí 1945 mikill gleðidagur fyrir marga. Fjölmargir Evrópubúar þustu út á götur til að taka þátt í hátíðahöldum sem mörkuðu kaflaskil í hildarleiknum. Enn voru þó margir enn úti á vígvöllunum og fengu fréttirnar mis fljótt, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. 

Ráðamenn í Bretlandi minntust tímamótanna í dag með mínútu þögn. Fleiri þjóðarleiðtogar víða um heim minntust einnig tímamótanna í dag, en það voru eðli málsins samkvæmt fámennar athafnir. Ástandið í heiminum í dag vegna kórónuveirufaraldusins var mörgum þeirra hugleikið. 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV