Már Gunnarsson og Iva Marín Adrichem sendu á dögunum frá sér reggískotna útgáfu af dáðu dægurlagi Ragnars Bjarnarsonar, laginu Barn. Már hefur verið að gera það gott á ýmsum sviðum síðustu ár. Hann er afrekssundkappi og sigraði jólalagakeppni Rásar 2 síðustu jól. Ívu þekkja margir landsmenn. Hún komst í úrslit söngvakeppninnar í ár með laginu Oculis Videre. Þau hafa verið vinir lengi, eða í næstum áratug, en sameinast fyrst núna í tónlistinni.